NÝ STUNDATAFLA Í JANÚAR 2019

NÝ STUNDATAFLA Í JANÚAR 2019
STUNDATAFLA VOR 2019

Ný stundatafla tekur gildi mánudaginn 7. janúar. Nokkrar breytingar munu eiga sér stað á nýju stundatöflunni og geta enn orðið á töflunni en eftirfarandi eru þær helstu sem komnar eru:

  • Nýr Víkingaþrekstími kl. 18:15 á mánudögum og miðvikudögum: Eins og flestir vita eru Víkingaþrekstímarnir oft frekar pakkaðir og því höfum við bætt við venjulegum þrektímum kl. 18:15 á mánudögum og miðvikudögum.
  • MMA 201 byrjar klukkutíma fyrr: Í haust fóru af stað MMA 201 tímar fyrir þá sem hafa klárað MMA 101 grunnnámskeiðið eða hafa sambærilega reynslu. Nú í janúar munu MMA 201 tímarnir byrja klukkutíma fyrr og verða tímarnir því á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:15. MMA 101 námskeiðið er svo strax í kjölfarið kl. 20:15. 
  • Goðaaflið kl. 16:15 dettur út: Tveir Goðaaflstímar detta út nú í janúar. Tímarnir kl. 16:15 á þriðjudögum og fimmtudögum í Hel detta út. Aðrir tímar í Goðaaflinu haldast óbreyttir og minnum á laugardagstímann í Þórssal kl. 12:10.

Hlökkum til að sjá ykkur!


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði