Flýtilyklar
MJÖLNISYOGA Á ÍRLANDI Í BYRJUN JÚLÍ
Steinunn Þórðardóttir yogakennari í Mjölni verður kennari á yoganámskeiði á Írlandi dagana 2.-4. júlí. Námskeiðið er á vegum Írlandsferða - Ireland Iceland Travel á nýuppgerðum 18. aldar búgarði í um klukkustunda akstursfæri frá Dublin.
Steinunn segir að þetta verði löng en skemmtileg helgi full af yoga, hugleiðslu, slökun og hreinu fjallalofti með 2-3 yogatímum á dag. „Við byrjum daginn á mjúku flæði til að koma líkamanum í gang. Sérstakir „open mat“ tímar þar sem hver og einn getur nýtt tímann á sinn hátt og/eða fengið mína aðstoð til að sérsníða ástundunina að sér. Svo verða örlítið meira krefjandi flæðistímar seinni partinn. Fullt af gleði með góðu fólki, spjall um yogaheimspeki og lífrænn grænmetismatur matreiddur á staðnum. Þáttakendur koma svo endurnærðir heim, með dýpri þekkingu á sjálfum sér og yoga. Og jafnvel með nýa vini,“ segir Steinunn sem leggur áherslu á að námskeiðið henti öllum hvar sem þeir standa í sinni yogaiðkun, byrjendum sem og lengra komnum.
Á Facebooksíðu Írlandsferða kemur fram að takmörkuð pláss séu í boði og verð sé €550 í snemmskráningu. Til að tryggja sér pláss sé fólk hvatt til að bóka sem fyrst í gegnum bókunarkerfi fyrirtækisins eða hafa samband við Kristin@irelandicelandtravel.com. Einnig kemur fram að staðfestingagjald sé €150.
Íslenskt Yoga Retreat á Írlandi Dagana 1-4 júlí 2016Frjósamir akrar, heillandi írsk fjallaþorp og landslag, yoga, á...
Posted by Írlandsferðir - Ireland Iceland Travel on Wednesday, 24 February 2016
Steinunn Þórðardóttir segir að áhugasömum sé einnig velkomið að hafa samband við hana á netfangið namasteina@gmail.com eða þá á Facebook.
Einnig bendum við á Facebooksíðu Írlandsferða sem standa á bak við ferðina og frétt á vef Ireland Iceland Travel um ferðina þar sem bókun fer fram.