Flýtilyklar
MJÖLNISSTELPUR MEÐ SJÖ VERÐLAUN Á NAGA Í DUBLIN
Mjölnisstelpurnar Margrét Ýr Sigurjónsdóttir og Ásta Björk Bolladóttir kepptu á NAGA í Dublin í dag þar sem árangurinn lét ekki á sér standa.
Margrét Ýr keppti í expert flokki (fjólublá, brún og svört belti saman) í nogi (án galla) þar sem hún var í 2. sæti í sínum þyngdarflokki. Í opnum flokki féll hún úr leik í fyrstu umferð. Í gallanum náði hún aftur 2. sæti í sínum flokki en gerði sér lítið fyrir og vann opinn flokk fjólublábeltinga í gallanum. Virkilega vel gert hjá Margréti!
Ásta Björk keppti í intermediate flokki (blá belti) og var hún í 2. sæti í sínum flokki í nogi. Ásta fékk líka að keppa tveimur þyngdarflokkum ofar þar sem hún var í 3. sæti. Í gallanum var hún í 3. sæti í sínum flokki og fékk aftur að keppa tveimur flokkum ofar þar sem hún var í 2. sæti.
Frábær árangur hjá stelpunum í Dublin!