MJÖLNISSKÓLINN - SUMARIÐ 2015

MJÖLNISSKÓLINN - SUMARIÐ 2015
Mjölnisskólinn sumarið 2015

Mjölnisskólinn verður starfandi í sumar fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára.

Í Mjölnisskólanum eru krakkarnir kynntir fyrir hinum ýmsu bardagalistum, þau fá að kýla og sparka í púða, fara í leiki þar sem þau læra að meðvitað og ómeðvitað að verja sig og glíma, og hvernig á að slaka á og róa sig niður eftir æfingar.

Í Mjölnisskólanum fá krakkarnir holla og góða hreyfingu í gegnum leiki, fara í stuttar og lengri ferðir og sund eftir því sem veður leyfir. Mjölnir er staðsettur í miðbænum og í göngufæri við útileikjasvæði Reykjavíkur,  Hljómskálagarðinn, hin ýmsu söfn og sundlaugar og ætlum við að vera dugleg við að nýta okkur það.

Ef við forum út úr húsi þá leggjum við af stað klukkan 13.00 og erum alltaf komin aftur í kastalann klukkan 16.00. Þjálfarar verða alltaf með síma á sér ef það þarf að ná í þau eða eitthvað kemur upp á ☺

Krakkarnir mæta í Mjölniskastalann klukkan 12.30 þar sem Maggi og Inga Birna taka á móti þeim. Maggi og Inga Birna æfa bæði með MMA keppnisliði Mjölnis, þau eru bæði þjálfarar í Mjölni og hafa þau bæði reynslu af því að vinna í barna- og unglinga starfi Mjölnis. Maggi hefur einnig unnið um nokkurt skeið í frístundastarfi Gufunesbæjar. Eins og allir sem starfa undir merkjum Mjölnis þá hafa Maggi og Inga Birna skrifað undir siðareglur Mjölnis en þær má kynna sér á http://www.mjolnir.is/is/um-mjolni/sidareglur .

Foreldrar eru hvattir til þess að sækja um aðgang að facebookhópnum Mjölnir – Mjölnisskólinn, en þar munu Maggi og Inga Birna pósta myndum úr starfinu og foreldrar geta fylgst með og spurt spurninga sem kunna að vakna.

 

Skráning:  Nánari upplýsingar og skráning er á mjolnir@mjolnir.is og í síma 534-4455.  Við skráningu þarf að koma fram nafn barns, fæðingarár, sérþarfir (ofnæmi eða annað sem krefst þess að sérstök athygli sé höfð með barninu) nafn foreldris, netfang og símanúmer. Athugið að skráning er ekki endanleg fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu. 

 

Aldur: 8-11 ára (Krakkar fæddir 2004-2006).

 

Verð: 12.000kr fyrir vikuna – 22.000 fyrir tvær vikur

Systkinaafsláttur: 25% fyrir fyrsta systkinið, 50% fyrir annað systkinið.  

 

Tími: 12:30-16:00, fjóra daga vikunnar.

Í viku 11 verðum við með uppskeruhátíð á fimmtudegi þar sem öllum börnum sem sóttu námskeið og foreldrum er boðið í heimsókn.

 

Hvað þarf að hafa með: Sundföt, við hoppum í sund ef það er gott veður svo það er gott að vera alltaf tilbúin. Íþróttaföt til að vera í inni (stuttbuxur og bolur), útiföt (ekki gleyma húfu). Nesti (hollt og gott nesti, það má ekki koma með nammi).   

 

Þjálfarar: Magnús Ingi Ingvarsson og Inga Birna Ársælsdóttir.

 

Vikur:

1 vika = mánudagur-fimmtudagur.

Vika 1 (1.- 4. jún)

Vika 2 (8.- 11. jún)

Vika 3 (15.- 19. jún) frí 17. jún

Vika 4 (22.-25. jún)

Vika 5 (29.- 2. júl)

Vika 6 (6.- 9. júl)

Vika 7 (13.- 16. júl)

Vika 8 (20.- 23. júl)

Vika 9 (27.- 30. júl)

Vika 10 (4.- . 7 ág, þri-föst)

Vika 11 (10.- 13. ág)

Vika 11 Fimmtudagur. Uppskeruhátið.

Opið hús fyrir alla börn og foreldra, grillum pylsum, kynnum barna- og unglingastarf Mjölnis, MMA keppnisliðið kíkir í heimsókn. Nánar auglýst síðar.  


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði