Flýtilyklar
MJÖLNISMENN NÆLDU SÉR Í 7 VERÐLAUN Á NAGA
NAGA eða North American Grappling Association mótið fór fram í Dublin um helgina.
Fjórir Mjölnismenn fóru út og kepptu fyrir hönd Mjölnis. Einar Johnson sem við teljum okkur nú eiga heilmikið í keppti fyrir hönd SBG en hann er nú búsettur í Dublin.
Keppt var í galla (Gi) og án galla (Nogi) og stóðu strákarnir sig stórvel og uppskáru 7 verðlaun.
Pétur Óskar Þorkelsson hlaut bronze í - 69 kg expert flokki í Nogi og flokki fjólublárra belta í Gi.
Einar Johnson hlaut silfur í intermediate flokki í Nogi og gull í -59 kg flokki blárra belta í Gi.
Þórhallur Ragnarsson hlaut brons í -89 kg flokki fjólublárra belta í Gi.
Sigurvin Eðvarðsson hlaut 4. sæti bæði expert flokki í Gi og í -79 kg flokki fjólublárra belta í Nogi.
Eiður Sigurðsson hlaut brons í expert flokki í Gi og silfur -89 kg flokki brúnbelta í Nogi.
Við óskum strákunum innilega til hamingju.