MJÖLNIR SEMUR VIÐ LYFJAEFTIRLIT ÍSLANDS FYRST FÉLAGA

MJÖLNIR SEMUR VIÐ LYFJAEFTIRLIT ÍSLANDS FYRST FÉLAGA
Haraldur Dean Nelson og Birgir Sverrisson

Lyfjaeftirlit Íslands og Mjölnir MMA hafa skrifað undir samning sín á milli varðandi fræðslu og forvarnir í lyfjamálum. Samningurinn felur í sér eftirfarandi:

  • Mjölnir verður vottuð sem hrein stöð í samstarfi við Lyfjaeftirlit Íslands.
  • Allt starfsfólk sem á í samskiptum við iðkendur varðandi þjálfun klárar netfræðslunámskeið um lyfjamál.
  • Markmið um að lágmarka hættuna á sölu mengaðra fæðubótarefna innan stöðvarinnar.
  • Notkun fræðslu- og forvarnarefnis sem tengist Hreinum árangri (www.hreinnarangur.is).

Þjálfarar og allt starfsfólk Mjölnis sem á í reglulegum samskiptum við iðkendur mun fá aðgang að netfræðslukerfi sem er sérstaklega hannað fyrir líkamsræktarstöðvar og félög því tengdu, sem ber heitið “Hrein líkamsrækt”. Fræðslan skiptist í fimm hluta sem eru almennar reglur um lyfjamál, fæðubótarefni, einkenni og aðferðir, og forvarnir og heilsufarsafleiðingar tengdar notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Mjölnir og Lyfjaeftirlit Íslands vonast til þess að samstarfið ýti enn frekar undir og efli það heilbrigða æfingaumhverfi sem Mjölnir stendur fyrir. Enn fremur vinna samningsaðilar að því að þekking og fagmennska sé höfð að leiðarljósi í þjálfun og ráðgjöf til iðkenda sem og að koma þeim skilaboðum áleiðis að hægt sé að ná persónulegum markmiðum á heilbrigðan hátt án ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Lyfjaeftirlit Íslands hvetur þær líkamsræktarstöðvar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu fræðslu- og forvarnarverkefni að hafa samband með að senda tölvupóst á lyfjaeftirlit@lyfjaeftirlit.is.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Harald Dean Nelson, framkvæmdastjóra Mjölnis, og Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri LÍ, við undirritun samningsins.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði