Flýtilyklar
MJÖLNIR OPEN UNGMENNA FER FRAM Á LAUGARDAGINN
Mjölnir Open ungmenna fer fram laugardaginn 18. maí en mótið er fyrir 5 til 17 ára ungmenni. Keppt er í sex aldursflokkum.
Mjölnir Open ungmenna fer fram laugardaginn 18. maí en mótið er fyrir 4 til 17 ára ungmenni. Keppt er í sex aldursflokkum (sjá neðar) og fer skráning fram á Smoothcomp.com. Þyngdarflokkar eru margir og það kann að vera að einhverjir þyngdarflokkar verða sameinaðir ef skráning í tiltekinn flokk er lítil (færri en 3 keppendur). Þá gætu keppendur mögulega verið færðir um aldurs- og/eða þyngdarflokk ef það er mikill þyngdarmunur.
DAGSKRÁ
Húsið opnar: kl. 10:00
Vigtun: kl. 10:15
Reglufundur kl. 10:45
Mót hefst kl. 11:00
SKRÁNING
Skráning á mótið og nánari upplýsingar um regluverk má finna á Smoothcomp hér: https://smoothcomp.com/en/event/2114
Skráningarfrestur er til 17. maí.
Mótsgjald: 2.000 kr
Greiðsla fer fram í móttöku Mjölnis eða á mjolnir.felog.is og þarf að greiða áður en mótið hefst. Keppendur eru svo vigtaðir á mótsdag og breytt verður þeim flokkum sem þarf.
ALDURSFLOKKAR
— 2012-2014 5-7 ára
— 2010-2011 8-9 ára
— 2008-2009 10-11 ára
—2006-2007 12-13 ára
—2004-2005 14-15 ára
—2002-2003 16-17 ára
—2002-2005 Opinn flokkur