Flýtilyklar
MJÖLNIR OPEN 12 - FULLORÐINNA OG UNGMENNA
Mjölnir Open 12 fullorðinna og ungmenna verður haldið í Mjölnishöllinni í Öskjuhlíðinni helgina 13. maí (fullorðnir) og 14. maí (unglingar). Keppt verður í Nogi uppgjafarglímu og athygli er vakin á því að mótið hér nær allt niður barna fæddra 2009.
Mjölnir Open fullorðinna laugardaginn 13. maí
Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir@mjolnir.is og lýkur miðvikudaginn 10. maí kl. 21:00. Munið að senda upplýsingar um fæðingarár, þyngd og félag. Vigtun verður í Mjölnishöllinni föstudaginn 12. maí milli kl. 17:00 - 19:00.
Skráningargjald er kr. 4.000 og fæst ekki endurgreitt ef viðkomandi hættir við þátttöku.
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur er kr. 500.
Mjölnir Open fullorðinna laugardaginn 13. maí:
- Húsið opnar kl. 10:00
- Reglufundur kl. 10:30 (skyldumæting liðsstjóra).
- Mótið hefst kl. 11:00
Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum karla:
Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla
Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum kvenna:
Opinn flokkur kvenna
+70 kg kvenna
- 70 kg kvenna
- 60 kg kvenna
Keppnisreglur á Mjölnis Open eru hér.
Mótsstjóri er Jóhann Kristinsson.
Mjölnir Open Ungmenna sunnudaginn 14. maí
Keppt er í uppgjafarglímu (nogi) í aldursflokkum ungmenna fæddra: 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 og 2008-2009. Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir@mjolnir.is og lýkur skráningu kl. 18:00 fimmtudaginn 11. maí.
Þjálfarar félaga skulu senda inn skráningar en þar skal koma fram fæðingarár keppanda, belti, þyngd og félag. Þyngdin verður síðan staðfest á keppnisdegi. Standist keppandi ekki innsenda þyngd er viðkomandi dæmdur úr leik. Tekið skal fram að ekki er gert ráð fyrir að unglingar séu að létta sig fyrir keppni enda fara þyngdaflokkar eftir skráningu á mótið og eru því ekki gefnir upp fyrirfram.
Skráningargjald er kr. 1.500.
Vigtun á mótsdag frá kl. 9:00-10:00.
Fyrsta glíma hefst kl 10:30
2006-2007 og 2008-2009 (glímulengd 3 mínútur)
Við keppni í þessum flokkum skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur vald til þess að stöðva glímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.
Leyfileg brögð:
- Keppt er upp á stig í þessum aldursflokkum og er farið eftir reglum IBJJF (engin advantage stig verða þó gefin)
Óleyfileg brögð:
- Engin uppgjafartök eru leyfileg í þessum aldursflokkum.
- Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing)
- Öll önnur brögð sem eru óleyfileg í eldri aldursflokkum (hér að neðan) eru einnig óleyfileg hér.
2002-2003 og 2004-2005 (glímulengd 4 mínútur)
Við keppni í þessum flokkum skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur vald til þess að stöðva glímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.
Leyfileg brögð:
- Svæfingarlásar eru leyfðir ("naktar" þ.e. án fatnaðar) en skal miða við að ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.
- Beinir handarlásar eru leyfðir sem og axlarlásar. Ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.
Óleyfileg brögð:
- Úlnliðslásar eru óleyfilegir.
- Allir fótalásar eru óleyfilegir, hvort sem um er að ræða beina eða snúandi.
- Allir lásar sem fela í sér að snúa upp á háls/hrygg eða setja háls/hrygg í óþægilega stöðu eru óleyfilegir.
- Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing).
- Öll önnur brögð sem eru óleyfileg í eldri aldursflokkum (hér að neðan) eru einnig óleyfileg hér.
2000-2001 (glímulengd 5 mínútur)
Leyfileg brögð:
- Öll svæfingartök ("naktar" þ.e. án fatnaðar).
- Allir handarlásar, axlarlásar og úlnliðslásar.
Óleyfileg brögð:
- Það má ekki kýla, sparka, bíta eða pota í líkamsop.
- Það má ekki rífa í hár.
- Það má ekki pota í sár eða vísvitandi valda skaða.
- Það má ekki reyna að snúa háls í óþægilega stöðu.
- að má ekki framkvæma lás sem snýr upp á hryggjaliði.
- Það má ekki framkvæma fótalása, hvorki beina né snúandi.
- Það má ekki lyfta manni sem liggur á baki í loftið og skella honum í gólfið.
- Ef gripið er í fingur þá skal grípa í að minnsta kosti þrjá fingur sem liggja saman í einu gripi.
- Bannað er að hoppa í guard (semsagt pulla guard með því að hoppa á andstæðing)
Það má vera að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og því skal spyrja út í vafamál með hvort eitthvað megi eður ei þegar farið verður yfir reglur á mótsdegi. Dómarar áskilja sér rétt til að banna ákveðin brögð þó þau hafi ekki verið tilgreind á ofangreindum lista. Það er ítrekað við keppendur að sýna ávallt íþróttamannslega hegðun og er reiknað með því að keppendur hafi vit og þekkingu til að framkvæma ekki aðgerðir sem líklegt er að valdi líkamlegum skaða. Ef að dómari telur að keppandi hafi brotið af sér með því að stofna vísvitandi til líkamsskaða á öðrum keppanda þá skal þeim keppanda umsvifalaust vísað úr keppni.
Stigagjöf er hefðbundin samkvæmt reglum IBJJF.
Mótsstjóri er Jóhann Kristinsson.
Iðkendur athugið að allir tímar falla niður í Grettissal Mjölnis 13. og 14. maí vegna mótsins. Mætum og styðjum unga fólkið okkar.