Flýtilyklar
Mjölnir Open 10 - Skráning hafin
Mjölnir Open 10 verður haldið í Mjölniskastalanum, Seljavegi 2, þann 18. apríl og er skráning hafin.
Mjölnir Open er hefur lengi verið stærsta NoGi uppgjafarglímumót sem haldið er á Íslandi og er þetta í 10. skiptið sem mótið er haldið.
Keppt verður í þyngdarflokkum kvenna og karla og í opnum flokkum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins.
Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis, á mjolnir@mjolnir.is eða í síma 534 4455. Skráningu lýkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 21:00.
Skráningargjald er kr. 4.000
Mótið hefst kl. 11:00
Reglufundur kl. 10:30
Húsið opnar kl. 10:00
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur er kr. 500
Vigtun verður 17. apríl milli kl. 17:00 - 19:00
Keppt verður í fimm þyngarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.
Karlar:
-66 kg
-77 kg
-88 kg
-99 kg
+99 kg
Konur:
-60 kg
-70 kg
+70 kg
Allar æfingar falla niður í húsinu laugardaginn 18. apríl vegna mótsins.