Flýtilyklar
MJÖLNIR OG LANDHELGISGÆSLAN VINNA SAMAN
Mjölnir og Landhelgisgæslan tóku saman höndum á dögunum í skemmtilegu verkefni.
Nágrannar Mjölnis í Landhelgisgæslunni sendu fjóra meðlimi sína á þjálfaranámskeið í Víkingaþrekinu. Böðvar Tandri Reynisson, yfirþjálfari Víkingaþreksins, þjálfaði fjóra áhafnarmeðlimi í að þjálfa Víkingaþrekið og eru þeir því með réttindi til að halda Víkingaþrekstíma um borð í skipunum fyrir áhöfn gæslunnar. Óhætt er að segja að almenn ánægja hafi verið með samstarf Mjölnis og Landhelgisgæslunnar og verður vonandi áframhald á þessu góða samstarfi.
Sjá nánar um þetta á Facebooksíðu Landhelgisgæslunnar https://www.facebook.com/Landhelgisgaeslan/