Mjölnir með þrjá Evrópumeistaratitla í Portúgal

Mjölnir með þrjá Evrópumeistaratitla í Portúgal
Sigrún vann tvenn gull á EM

Íslenskir keppendur í BJJ stóðu sig frábærlega á EM í Portúgal um helgina og keppendur úr Mjölni komu heim með þrjá Evrópumeistaratitla auk einna silfurverðlauna og þrennra bronsverðlauna.

Sigrún Helga Lund vann tvenna Evróputitla, í flokki fjólublábeltinga -74 kg 30 ára og yfir og í opnum flokki, en þess má geta að Sigrún Helga er formaður BJJ Sambands Íslands.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð Evrópumeistari í flokki blábelta undir 64 kg 30 ára og yfir auk þess að fá silfur í opnum flokki. Þess má geta að Sunna sigraði m.a. bresku judo landsliðskonuna Sophie Cox í fyrstu glímu en Sophie er svartbelti (3. dan) í judo, sexfaldur breskur meistari í judo, bronsverðlaunahafi frá HM í judo 2010, silfurverðlaunahafi frá Evrópumeistaramótinu í judo 2011 og keppti á Ólympíuleikunum 2004 og 2012 fyrir hönd Bretlands.

Axel Kristinsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltina undir 64 kg og Þráinn Kolbeinsson úr Mjölni vann til bronsverðlauna í flokki brúnbeltinga undir 94 kg ásamt því að Árni Snær Fjalarsson vann til bronsverðlauna í flokki hvítbeltinga undir 79 kg, 16 ára og yngri.

Aðrir keppendur stóðu sig einnig frábærlega. Nánari upplýsingar um verðlaun Íslendinga á mótinu má finna á vef BJJ Sambands Íslands. Við óskum íslensku keppendunum öllum innilega til hamingju með frábæran árangur.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði