MJÖLNIR LOKAR KL. 14 VEGNA VEÐURS

MJÖLNIR LOKAR KL. 14 VEGNA VEÐURS
Ofsaveður
Í samræmi við tilmæli Reykjavíkurborgar og lögreglu lokar Mjölnir kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10 desember, til kl. 9 í fyrramálið vegna væntanlegs ofsaveðurs. Allir tímar í húsinu falla því niður á þessu tímabili.

Í tilkynningu Reykavíkurborgar kemur fram að allt frístunda- og félagsmiðstöðvastarf í Reykjavík falli niður þar sem gefin hafi verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Þá munu sundlaugar, útibú Borgarbókasafnsins og söfn á vegum Reykjavíkurborgar verða lokuð eftir kl. 14 í dag. Lokanir skóla og stofnana eru tilkomnar vegna öryggisráðstafana enda ætti enginn að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda. Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða mikl­ar lík­ur á veðri sem geti valdið mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um, tjóni eða slys­um og hugsanlega ógnað lífi og lim­um ef aðgát er ekki höfð.
 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir jafnframt á fyrirhugaðar lokanir vega til og frá höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Vesturlandsvegur, Suðurlandsvegur og Reykjanesbraut. Sérstök athygli er enn fremur vakin á því að á Sæbraut, frá Hörpu að Laugarástanga, og Eiðsgranda á Seltjarnarnesi er gert ráð fyrir lokun frá kl. 15 í dag, en búist er við miklum ágangi sjávar á vegi. Sjá nánari upplýsingar á síðum Vegagerðarinnar.
 

Í samræmi við þetta mun Mjölnir, eins og áður segir, loka kl. 14 í dag og opna kl. 9 í fyrramálið þegar gert er ráð fyrir að dregið hafi verulega úr veðri.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði