MJÖLNIR LOKAR 7. OKTÓBER VEGNA TILMÆLA SÓTTVARNARLÆKNIS

TILKYNNING: Mjölnir lokar frá og með morgundeginum 7. október vegna nýjustu tilmæla sóttvarnalæknis.

Kæru iðkendur Mjölnis

Í ljósi grafalvarlegrar stöðu sem uppi er í samfélaginu varðandi Covid 19 hefur sóttvarnarlæknir mælst til þess að allt íþróttastarf verði sett á bið að minnsta kosti næstu tvær vikurnar. Fólk er hvatt til að halda sig heima eins og það getur og safnast alls ekki saman í hóp nema algjör nauðsyn krefji.

Mjölnir mun að sjálfsögðu sýna samfélagslega ábyrgð og við höfum því ákveðið að loka frá og með morgundeginum, miðvikudeginum 7. október. Þetta á við um alla starfsemi Mjölnis þangað til annað verður tilkynnt.

Fjarþjálfunin okkar verður öllum iðkendum aðgengileg í gegnum Facebooksíðu Víkingaþreksins. Sjá hér: https://www.facebook.com/groups/vikingathrek

Mjölnir mun bæta tímanum sem lokað verður sjálfkrafa aftan við áskrift virkra iðkenda þannig að hún lengist eftir því hversu lengi lokað verður.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um útlán og leigu á búnaði. Við bíðum eftir formlegri tilkynningu frá heilbrigðisráðherra til að sjá hversu lengi lokanir eigi að vara og þannig hvort það taki því að lána út búnað eða hvort gert sé ráð fyrir að við getum aftur hafið starfsemi innan tveggja vikna.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með frekari tilkynningum okkar á Facebooksíðum Mjölnis og vefnum okkar.

/

Dear practitioners of Mjölnir

In view of the grave situation in the community regarding Covid 19, the Directorate of Health has recommended that all sports activities be put on hold for at least the next two weeks. People are encouraged to stay at home as much as possible and do not gather in a group at all unless absolutely necessary. 

Mjölnir will of course show social responsibility and we have therefore decided to close from tomorrow, Wednesday 7 October. This applies to all of Mjölnir's activities until further notice.

Our online training will be accessible to all practitioners through the Víkingaþrek Facebook page here: https://www.facebook.com/groups/vikingathrek

Mjölnir will add the time that the gym will be closed automatically to the subscription of active practitioners so that it will be extended depending on how long it will be closed.

No decision has been made on lending and renting equipment. We are waiting for a formal announcement from the Minister of Health to see how long the closures will last and whether it will take time to lend equipment or whether it is expected that we can resume operations within two weeks.

We encourage you to keep an eye on our further announcements on Mjölnir's Facebook pages and our website.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði