LOKAÐ Í MJÖLNI TIL KL. 11:15 Á MÁNUDAG VEGNA VEÐURS

LOKAÐ Í MJÖLNI TIL KL. 11:15 Á MÁNUDAG VEGNA VEÐURS
Rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Eftir samtal við Veðurstofu Íslands og aðra viðbragðsaðila þá höfum við ákveðið að fara að tilmælum þeirra og fella niður alla tíma í Mjölni í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar, til a.m.k. 11:30 vegna rauðrar veðurviðvörunnar. Fyrsti tíminn verður því vonandi Víkingaþrek kl. 11:30 og húsið opnar þá 11:15.

Þetta fer þó eftir færð og veðri, þ.e. hvort hægt verði að opna á þessum tíma. Við höfum talað við þá sem sjá um snjómoksturinn og þeir vita auðvitað ekki frekar en aðrir hvernig ástandið verður eða hvort þeir ná að moka fyrir klukkan 11:15. Vonandi gengur það eftir að við munum m.a. láta iðkendur okkar vita í Facebook hópnum Mjölnir - Iðkendur og eins með því að uppfæra þessa frétt. Við biðjum því ykkur öll að fylgjast vel með fréttum ef þið hyggist mæta á æfingar á morgun. En allavega verður lokað til 11:15.

Uppfært 7. feb. kl. 10:15. Húsið opnar kl. 11:15 eins og áður var auglýst.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði