Flýtilyklar
LEIKJANÁMSKEIÐ MJÖLNIS Í JÚLÍ
Í júlí verðum við með skemmtilegt leikjanámskeið í Mjölni fyrir börn á aldrinum 6-11 ára. Á námskeiðinu verður farið í útileiki og grunnatriði í bardagaíþróttum í formi leikja. Tvö námskeið verða í júlí en hvert námskeið er vika í senn. Börnin skulu taka með sér íþróttaföt, útiföt eftir veðri og nesti. Kennt er mánudaga til föstudaga frá 9 til 12.
Kennarar á námskeiðinu eru Halldór Logi Valsson og María Nelson. Halldór Logi er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og einn af bestu glímumönnum landsins. Þá sér hann einnig um barna- og unglingastarfið í Mjölni en hann hefur mikla reynslu af þjálfun barna. María er menntuð leikkona og sér um sjálfsvarnarkennslu í Mjöni. Hún hefur einnig mikla reynslu af störfum með börnum, meðal annars einhverfum og fötluðum, á frístundarheimilum og í dægradvöl.
Verð: Kr. 15.990
Næsta námskeið: Dagana 16. – 20. júlí
Hvenær: Kl. 9 til 12 mánudaga til föstudaga.