Lærsdómsríkt kvöld í Liverpool

Lærsdómsríkt kvöld í Liverpool
Mjölniskeppendur á Shinobi War 4 í Liverpool

Þeir Bjarki Ómarsson, Magnús Ingi Ingvarsson og Birgir Örn Tómasson börðust sl. laugardag á Shinobi War 4 bardagakvöldinu í Liverpool þar sem öll umgjörð keppninnar var til mikillar fyrirmyndar. Einn sigur og tvö töp er niðurstaða kvöldins og mikið í reynslubankann.

Bjarki Ómarsson var fyrstur okkar manna og mætti mun reyndari andstæðingi í Danny Randolph en þetta var  fimmti bardagi Bjarka en þrettándi bardagi Danny sem er sterkur, höggþungur og árásargjarn. Bjarki lét það hins vegar ekkert á sig fá og sigraði allar loturnar á samdóma dómaraúrskurði.

Magnús Ingi Ingvarsson var næstur okkar manna en hann mætti hinum ósigraða Tim Barnett. Magnús byrjaði bardagann mjög vel og sigraði klárlega fyrstu lotuna og var að sigra aðra lotu einnig þegar hann fékk mjög þungt hné í andlitið. Hann hélt þó út lotuna en í hvíldinni milli lotanna ákvað hornið að nóg væri komið og ekki ástæða til að halda áfram eftir þetta þunga högg. Það var góð ákvörðun og skynsamleg þó það þýddi fyrsta tap Magnúsar á ferlinum. Hann mun læra mikið af þessum bardaga.

Aðalbardagi kvöldsins var síðan titilbardagi í léttvigtinni þar sem Birgir Örn Tómasson mætti heimamanninum Gavin Hughes sem líkt og Birgir var ósigraður en mun reyndari. Okkar maður sýndi magnaða frammistöðu og sló m.a. andstæðing sinn niður einu sinni en Gavin náði líka að fella Birgi nokkrum sinnum án þess þó að ná að nýta það neitt frekar. Bardaginn fór í fimm lotur og vonuðumst við eftir að dómararnir myndu dæma okkar manni sigurinn gegn heimamanninum því Birgir hafði náð inn mun nákvæmari og beittari höggum. Dómararnir dæmdu hins vegar Gavin í vil og lítið við því að segja en Gavin til hróss þá sýndi hann Birgi mikla virðingu eftir bardagann og var mjög hógvær sigurvegari.

Bjarki Ómarsson eftir Shinobi sigurÁ heildina litið var þetta gríðarlega reynslumikil ferð fyrir Keppnislið Mjölnis enda allt mjög erfiðir bardagar gegn reyndum andstæðingum. Það tapar enginn nema hann læri ekki af ósigri og það munu okkar menn svo sannarlega gera og koma reynslunni ríkari í næstu keppni.

MMA Fréttir eru með ýtarlega lýsingu á bardögunum á vefsetri sínu.

MMA Fréttir um keppnina:

Vísir.is um keppnina:

Mbl.is um keppnina:

Bak við tjöldin með Mjölni 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði