KRISTÍN SIF MEÐ SILFUR Á NORÐURLANDAMÓTINU

KRISTÍN SIF MEÐ SILFUR Á NORÐURLANDAMÓTINU
Kristín Sif

Okkar kona, Kristín Sif Björgvinsdóttir, nældi sér í silfur í gær á Norðurlandamótinu í boxi sem fram fór um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur hlýtur verðlaun á Norðurlandamótinu.

Fjórir Íslendingar kepptu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi um helgina. Ásgrímur Gunnar Egilsson keppti í -69 kg flokki karla en hann tapaði fyrir Svíanum Adolphe Sylvia eftir einróma dómaraákvörðun. Jafet Örn Þorsteinsson keppti í -81 kg flokki karla en hann tapaði fyrir Norðmanni eftir klofna dómaraákvörðun. Kristján Ingi Kristjánsson keppti í -91 kg flokki karla en hann tapaði einnig fyrir Norðmanni og var bardaginn stöðvaður í 1. lotu.

Kristín Sif Björgvinsdóttir keppti í -75 kg flokki kvenna. Í gær mætti hún Julie Holte frá Noregi og sigraði eftir einróma dómaraákvörðun. Í dag, sunnudag, mætti hún svo Love Holgersson frá Danmörku en þurfti að lúta í lægra haldi eftir einróma dómaraákvörðun. Silfur því niðurstaðan hjá Kristínu en Kristín var búin með tvo boxbardaga áður en hún fór á mótið.

Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn sem Íslendingur hlýtur verðlaun á Norðurlandamótinu í boxi. Kolbeinn Kristinsson hlaut silfur á Norðurlandamótinu 2013 og Valgerður Guðsteinsdóttir náði bronsi árið 2016. Þess má geta að ekki er nema rúmt ár síðan Krist­ín hóf að boxa eftir að hafa byrjað í vík­ingaþreki í Mjölni.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði