KEPPENDUR ÚR MJÖLNI SIGURSÆLASTIR Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU

KEPPENDUR ÚR MJÖLNI SIGURSÆLASTIR Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU
Stefán Fannar, Kristján Helgi og Logi Geirsson

Keppendur frá Mjölni voru lang sigursælastir á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í uppgjafarglímu (nogi) sem fór fram um síðustu helgi og unnu alls til 15 gullverðlauna, þar af öll gullverðlaun í karlaflokki á efsta getustiginu (brún og svört belti). Þá röðuðu keppendur frá Mjölni sér auk þess í öll efstu sætin (1-4) í opnum flokki karla. Auk þessa vann Mjölnir til 11 silfur og 9 bronsverðlauna á mótinu.

Kristján Helgi gerði sér lítið fyrir og vann bæði sinn þyngdarflokk (-100kg) og opinn flokk karla, þar sem Stefán Fanna varð í öðru sæti og Logi Geirsson í þriðja sæti. Þeir Stefán Fannar (-83kg) og Logi (-91kg) unnu einnig sína þyngdarflokka á efsta stigi (brún og svört belti). Vert er að hafa í huga að þeir Stefán Fannar og Logi Geirsson eru báðir aðeins á 19. aldursári.

Þá vakti mikla athygli að Logi Geirsson gerði sér lítið fyrir og sigraði Bjarka Þór Pálsson, yfirþjálfara RVK MMA, í tvígang á mótinu, meðal annars með uppgjafartaki. Logi sýndi því og sannaði að tvöfaldur sigur hans á Mjölnir Open í apríl sl. var engin tilviljun.

Auk þessa unnu þeir Mikael Aclipen (-76kg) og Halldór Logi Valsson (+100kg) sína flokka á efsta stigi. Það má því með sanni segja að keppendur úr Mjölni hafi tekið öll stærstu verðlaun mótsins í karlaflokkunum.

Á miðstiginu (blá og fjólublá belti) sigruðu Mjölnismennirnir Haukur Birgir (-65kg), Alfreð Steinmar (-70kg) og Hrói Trausti (-91kg) sína flokka.

Í hvítbeltaflokki unnu Mjölnismennirnir Daníel Freyr (-65kg), Jónas Hákon (-70kg), Mikael Sveinsson (-76kg), Hlynur Freysson (-83kg) og Theodor Solvi (-100kg) allir sína sína flokki.

Í kvennaflokki vann Guðný Eva Eiríksdóttir til gullverðlauna í hvítbeltaflokki (-60kg)

Öll úrslit á mótinu má finna á vefslóðinni hér að neðan:

https://bji.smoothcomp.com/en/event/17079/results


Um helgina fór einnig fram Íslandsmeistaramót barna- og unglinga þar sem keppendur frá Mjölni unnu einnig til flestra verðlauna, eða 14 gullverðlauna, 22 silfur og 12 bronsverðlauna. Öll úrslitin á ungmennamótinu er að finna á vefslóðinni hér að neðan:

 https://bji.smoothcomp.com/en/event/17146/results


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði