Flýtilyklar
KARL TANSWELL MÆTTUR Í MJÖLNI
Hinn frábæri MMA og BJJ þjálfari Karl Tanswell, frá Englandi, er nú staddur í Mjölni til að hjálpa Gunnari Nelson í undirbúningi hans fyrir UFC í Rotterdam í maí. Karl mun einnig þjálfa keppnislið Mjölnis en hann hefur margoft komið til Íslands og verið til fjölda ára tengdur Mjölni sterkum böndum.
Karl er einn virtasti MMA þjálfari í Evrópu, og þó víðar væri leitað, enda hefur hann helgað líf sitt þjálfun og ástundum bardagaíþrótta. Hann rekur sinn eigin klúbb í Manchester (www.sbgmanchester.com) og er með 3. gr. svart belti í BJJ en er þó ekki síður þekktur fyrir boxþjálfun sína. Fáir eru taldir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar kemur boxæfingum á pödsum en Karl heldur m.a. námskeið á netinu í pads-þjálfun sem kallast The Essential Pad Man og má finna á slóðinni www.essentialpadman.com. Karl verður í viku hér á landi við þjálfun í Mjölni.