HREINN ÁRANGUR

HREINN ÁRANGUR
Hreinn árangur

Við hjá Mjölni erum stolt af því að vera hluti af nýrri vitundarherferð sem ber yfirskriftina „Hreinn árangur” en átakinu er ætlað að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun.

Mjölnir hefur alla tíð tekið ákveðna og staðfasta stöðu gegn notkun stera og annarra ólöglegra efna í íþróttum og lagt mikla áherslu mikilvægri heiðarleika í keppni og æfingum.

Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir.

Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna en hægt er að nálgast meiri upplýsingar á vefsíðu átaksins hreinnarangur.is og einnig á Facebook. Á Facebook er hægt að nálgast filter til að styðja átakið líkt og sjá má hér að neðan.

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði