HÓPATÍMAR GETA HAFIST MEÐ TAKMÖRKUNUM

HÓPATÍMAR GETA HAFIST MEÐ TAKMÖRKUNUM
Mjölnir
Samkvæmt formlegri tilkynningu heilbrigðisráðherra má íþróttastarf hefjast í skipulögðum hóptímum frá 20. október þar sem allir þátttakendur eru skráðir í tíma. Við þessar aðstæður skal virða 2 metra regluna, ekki notast við sameiginlegan búnað og er 20 manna hámark í hvern tíma. Einnig er óheimil sameiginleg notkun á búnaði sem er gólf- loft- eða veggfastur eða stórra tækja, s.s. á heilsuræktarstöðvum.
 
Með þessum reglum lítur út fyrir skipulagðir tímar í Víkingaþrekinu, Goðaaflinu og Yoga geti hafist að nýju.
 
Allt íþróttastarf, hvort sem það er innan ÍSÍ eða ekki, sem krefst mikillar snertingar, nálægðar eða notkun á sameiginlegum búnaði er óheimil. Tímar í glímu, boxi og kickboxi verða því áfram á bið þar til við fáum nánari upplýsingar frá yfirvöldum. Frekari tilkynningar er varða boxið og kickboxið koma síðar.
 
Við biðjum alla þá sem fengu ketilbjöllur að láni að skila þeim við fyrsta tækifæri. Opið verður í dag, mánudag, frá kl. 12:00 til 18:00 en annars verður opið samkvæmt opnunartíma á morgun, þriðjudag frá kl. 9:00.
 

Líkt og áður eru skýrar reglur um að hvorki iðkendur né starfsmenn mega koma inn í Mjölni ef þeir:

a. Eru í sóttkví.

b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).

c. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

d. Eru með einhver einkenni flensu eða annarra veikinda (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

 
Þá viljum við einnig minna iðkendur okkar á að ákveðin smit- og sóttkvíaráhætta fylgir ávallt því að mæta í fjölmenni, íþróttaæfingar sem og annað, á tímum sem þessum, burtséð frá öllum reglugerðum. Við hvetjum iðkendur eindregið til hafa slíkt í huga áður en þeir ákveða að mæta á æfingar. 

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði