HELJARÞRAUT 3 Á LAUGARDAGINN

Heljarþraut verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 11. júlí. Um er að ræða parakeppni (kk+kk, kvk+kvk eða kk+kvk) í Víkingaþrekinu og geta allir meðlimir Mjölnis tekið þátt.

Mótið er eitt af tveimur þrekmótum Mjölnis á árinu. Víkingaleikarnir (einstaklingskeppni) fara fram á haustin og Heljarþrautin (parakeppni) fer fram að sumri til.

Í fyrra voru það þau Sara Þöll og Eiríkur Búi sem sigruðu Heljarþrautina en þar áður voru það þau Sólveig María og Kristján Guðmundsson.

Skráning liða á mótið fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir.felog.is en skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 9. júlí kl. 23:00. Skráningargjald er 6.000 kr. á lið.

Keppni hefst kl. 10:00 og stendur mótið fram eftir degi en aðgangseyrir fyrir áhorfendur er 500 kr.

Vegna mótsins falla allir tímar í Hel (Víkingaþrekssalnum) niður þennan laugardag.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði