HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK PRÓFAÐI KEPPNISLIÐ MJÖLNIS

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK PRÓFAÐI KEPPNISLIÐ MJÖLNIS
Gunnar Nelson í réttstöðulyftu

Keppnislið Mjölnis í MMA og BJJ (brasilískt jiu-jitsu) voru tekin í allsherjar stöðumat af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Mjölnir og Háskólinn hafa átt í samstarfi í rúmt ár þar sem nemendur í íþróttafræði í skólanum taka keppendur Mjölnis í líkamleg og sálræn próf.

Á laugardaginn fóru fram mælingar á keppendum Mjölnis en þetta er í annað sinn sem keppendurnir eru teknir í slík próf. Næstu próf fara svo fram eftir þrjá mánuði og geta keppendur því fylgst með eigin framförum. Allir keppendur fá svo mat á því hvar þeir standa í samanburði við aðra í liðinu og að hverju þarf að huga til að bæta frammistöðu.
 
Mælingarnar eru hluti af masters verkefni Davíðs Má Sigurðssonar og fóru keppendur í nokkur próf. Fyrst fóru keppendur í próf í sálfræðilegri færni þar sem atriði eins og kvíði, andleg harka og árangurshneigð voru skoðuð. Næst var hæð, þyngd, faðmlengd og hámarks gripstyrkur mælt áður en líkamlegi hlutinn hófst. Í líkamlega hlutanum var snerpa, stökkkraftur, hreyfanleiki, liðleiki, styrkur (armbeygjur og réttstöðulyfta) og þol (500m róður á sem skemmstum tíma) kannað.
 
Allir keppendur fá svo endurgjöf hvar þeir geta bætt sig og ætti að nýtast þeim til að taka framförum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá prófunum.

Gunnar Nelson í einu af prófunum.

HRdagur-25.jpg

HRdagur-7.jpg

HRdagur-119.jpg

HRdagur-26.jpg

HRdagur-6.jpg

HRdagur-30.jpg

HRdagur-35.jpg

HRdagur-92.jpg


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði