HANDSTÖÐUNÁMSKEIÐ MEÐ HEIÐARI LOGA

HANDSTÖÐUNÁMSKEIÐ MEÐ HEIÐARI LOGA
Heiðar Logi
Hefur þig alltaf langað að læra að standa á höndum? Helgina 13. til 15. apríl mun Heiðar Logi Elíasson vera með sérstakt handstöðunámskeið.
 
Heiðar Logi er fyrsti atvinnu brimbrettamaður Íslands en hann kynntist yoga í Mjölni. Núna ætlar Heiðar Logi að kenna okkur hvernig á að standa á höndum. Námskeiðið hentar öllum - hvort sem þeir hafa aldrei staðið á höndum eða geta auðveldlega staðið á höndum.
 
„Það geta allir lært að standa á höndum. Þetta er bara spurning um metnað og hversu mikinn tíma maður er tilbúinn að æfa sig. En ef maður hefur áhuga á þessu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að maður geti staðið á höndum,“ segir Heiðar um námskeiðið.
 
 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á handstöðutækni (bæði fyrir byrjendur og lengra komna) en einnig verður farið í:

Dýraflæði (animal flow)
Alls konar janfvægisstöður (krákan, höfuðstaða, framhandleggsstaða)
Styrktaræfingar
Liðleikaæfingar
Pressur

Dagarnir byrja á djúpum teygjum sem færast svo yfir í upphitun. Farið verður yfir alls konar liðleika og styrktaræfingar ásamt því að eyða miklum tíma á höndum alla helgina. Það koma allir til með að fá þá hjálp sem þeir þurfa til að komast nær sínum markmiðum. Grunnmarkmiðið er að standa á höndum en auðvitað má taka það eins langt og hver og einn kýs.

Námskeiðið stendur yfir í 12 tíma frá föstudegi til sunnudags.
Föstudagur: Kl. 18-21
Laugardagur: Kl. 10-12 og 14-16
Sunnudagur: Kl. 10-12 og 14-17
 
Allir eru velkomnir á námskeiðið en meðlimir Mjölnis fá afslátt.
 
Verð kr.:
29.990
25.990 fyrir meðlimi Mjölnis
 
Skráning fer fram hér að neðan og í afgreiðslu Mjölnis.
Meðlimir Mjölnis sem vilja nýta afsláttinn skulu hafa samband við móttöku Mjölnis. Þar skrá þeir sig og ganga frá greiðslu.

Skráning á námskeið


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði