Flýtilyklar
HALLDÓR LOGI NÝR BJJ ÞJÁLFARI Í MJÖLNI
Hinn valinkunni norðanmaður Halldór Logi Valsson er fluttur í suðrið og hefur hafið æfingar og þjálfun í Mjölni. Halldór Logi er einn afkastamesti glímumaður landsins og hefur ferðast mikið og keppt á síðustu árum. Hann er m.a. Íslandsmeistari í sínum flokki 2016 og 2015, bæði í gi og nogi, og hefur jafnframt unnið til fjölda annarra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Halldór Logi hefur þjálfað Fenrismenn á Akureyri síðustu fimm árin og mun í Mjölni þjálfa í barna- og unglingastarfi félagsins sem og koma að almennri BJJ þjálfun. Hér fyrir neðan má sjá nokkur af helstu afrekum Halldórs Loga í keppnum á síðustu árum en ef nógu er að taka. Við bjóðum Halldór Loga velkominn til starfa í Mjölni.
- Rome Open Eurpeans 2017 opinn flokkur - Silfur
- Rome Open Eurpeans 2017 +100,5kg - Brons
- Íslandsmeistaramót BJJ 2016 +99kg - Gull
- London International Open 2016 - Brown Belt - Ultra Heavy - Silver
- London International NoGi Open 2016 - Brown Belt - Ultra Heavy - Brons
- London International NoGi Open 2016 - Brown Belt - Absolute - Silver
- Gull á Mjölnir Open 10 - 2015 í + 99kg
- Silfur á Mjölnir Open 10 - 2015 Opinn fl. KK
- Íslandsmeistaramót BJJ 2015 +100,5kg - Gull
- Íslandsmeistaramót BJJ 2015 Opinn flokkur - Brons
- Fenrir Open 2015 +95kg - Gull
- Fenrir Open 2015 Opinn flokkur - Gull
- Mjölnir Open 2015 +99kg - Gull
- Mjölnir Open 2015 Opinn flokkur - Silfur
- Grettismótið 2015 +100,5kg - Gull
- Grettismótið 2015 Opinn flokkur - Gull
- NAGA UK Open 2014 Purple Belt Superheavy weight - GULL / 1ST PLACE
- NAGA UK Open 2014 Expert Division Superheavy weight - GULL / 1ST PLACE
- Íslandsmeistaramót BJJ 2014 +100,5 Brons
- Gullverðlaun GFT British Open 2014 - Advanced Blue/Purple Belt NoGi
- Gullverðlaun GFT British Open 2014 Advanced Blue/Purple Belt Gi
- Gull á Mjölnir Open 9 - 2014 í +99kg
- Gullverðlaun Hereford Open 2014 - Open Weight
- Copenhagen IBJJF Open 2014 +100,5 Purple belt div. Gi - Silfur
- Copenhagen IBJJF Open 2014 +98kg Purple belt div. NoGi- Gullverðlaun
- Gullverðlaun Opna Danska 2014 +100,5kg Purple belt div.
- Bronsverðlaun Opna Danska 2014 Opinn flokkur Purple belt div.
- Gullverðlaun Opna Danska 2013 -100,5kg
- Gullverðlaun Opna Danska 2013 Opinn Flokkur
- London IBJJF Open International 2013 -100,5kg Blue belt div. - Silfur
- London IBJJF Open International 2013 -97.5kg Blue belt div. - Brons
- BJJ Globetrotter SummerCamp Tournament - Purple Belt Division - Gullverðlaun
- Íslandsmeistaramót BJJ 2013 -100,5 kg -Silfur
- Silfur í Opnum flokk Fenrir Open 2013