GUNNAR NELSON MEÐ NAUMT TAP Í KAUPMANNAHÖFN

Gunnar Nelson tapaði fyrir Gilbert Burns eftir dómaraákvörðun um nýliðna helgi. Bardaginn var gríðarlega jafn og marði Burns sigur.

Gunnar mætti Brasilíumanninum Gilbert Burns í þriðja síðasta bardaga kvöldsins. Upphaflega átti Gunnar að mæta öðrum Brasilíumanni, Thiago Alves, en sá þurfti að draga sig úr bardaganum. Burns er þrefaldur heimsmeistari í jiu-jitsu og var vitað að hann yrði erfiðari andstæðingur en Alves.

Gunnar fékk frábærar móttökur í höllinni líkt og alltaf þegar hann gengur til leiks. Bardaginn var afar jafn en Gunnar lenti góðum höggum og endaði ofan á í gólfinu eftir fellutilraun frá Burns í 1. lotu. Gunnar vann fyrstu lotuna en Burns tók seinni tvær loturnar með fellu í sitt hvorri lotunni. Fella frá Burns þegar 40 sekúndur voru eftir tryggði Burns sigur að mati dómaranna.

Gunnar hefur nú tapað tveimur bardögum í röð og er með bardagaskorið 17-5.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði