Flýtilyklar
GUNNAR NELSON MÆTIR ALBERT TUMENOV Í MAÍ
Gunnar Nelson mætir rússneska rotaranum Albert Tumenov á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam sunnudaginn 8. maí.
Albert Tumenov (17-2) er talinn einn besti strikerinn í veltivigt UFC en hann hefur sigrað fimm bardaga í röð í UFC eftir að hafa tapað í frumraun sinni á klofnum dómaraúrskurði í Brasilíu, en hann tók þann bardaga með stuttum fyrir. Tumenov hefur sigrað 17 bardaga á ferlinum, 11 þeirra með rothöggi og þarf af er hann með þrjú rothögg í UFC. Hann hefur einu sinni fengið Performance of the Night hjá UFC er hann rotaði Alan Jouban á UFC 192 í október síðastliðnum.
Tumenov er sem stendur í 15. sæti styrkleikalista UFC og sigraði síðast Lorenz Larkin á UFC 195 nú í janúar. Gunnar er stærsta nafnið sem Tumenov hefur mætt en bardaginn verður einn af aðal bardögum (main card) UFC í Rotterdam.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þungavigtarmennirnir Alistair Overeem og Andrei Arlovski. Nokkuð óvanalegt er að UFC haldi bardagakvöld á sunnudagskvöld en svo er þó í þetta sinn en þar sem bardagarnir eru í Hollandi ættu þeir að vera á fínum tíma hér heima þann 8. maí. Nánari umfjöllun um bardagana má finna á mörgum vefmiðlum og eru vefslóðir á nokkrar íslenskar hér að neðan. Umfjöllun á ensku er m.a. að finna á opinberu vefsetri Gunnars Nelson.
- Gunnar mætir rússneskum rotara í Rotterdam - Vísir
- Gunnar: Tumenov virkar grjótharður - Vísir
- Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov í Rotterdam - MMA Fréttir
- Hver er þessi Albert Tumenov? - MMA Fréttir
- Næsti bardagi Gunnars klár - Morgunblaðið
- Gunnar mætir Tumenov í maí - RÚV
- Miðasala á UFC Rotterdam kvöldið hefst 24. mars - MMA Fréttir
- Hver er þessi Albert Tumenov? - MMA Fréttir
- Jón Viðar: Gunnar er búinn að laga það sem klikkaði síðast - MMA Fréttir