Flýtilyklar
GUNNAR NELSON Í AÐALBARDAGA UFC Belfast
Gunnar Nelson mætir hinum þaulreynda Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC Belfast þann 19. nóvember næstkomandi. Kóreubúinn er besti bardagamaður frá Asíu í dag og afar reyndur en hann hefur verið atvinnumaður í MMA í rúm 12 ár. Hann hefur barist 26 sinnum á ferlinum og er aðeins með 3 töp en þau hafa öll komið gegn bestu mönnum heims í veltivigt, núverandi UFC meistara Tyron Woodley, fyrrverandi UFC meistara Carlos Condit og Demian Maia sem af mörgum er talinn eiga heimtingu á næsta titilbardaga í UFC.
Keppnin verður haldin í SSE Arena í Belfast og Gunnar því allt að á heimavelli enda nýtur hann mikils stuðnings á Írlandi. Gunnar er afar spenntur fyrir því að mæta þessum öfluga bardagamanni sem hefur sigrað stjörnur eins og Nate Diaz, John Hathaway, Matt Brown, Erick Silva, John Hathaway og Siyar Bahadurzada svo fáeinir séu nefndir. Kim er með svart belti bæði í brasilísku jiu jitsu og judo en hann er númer 10 á styrkleikalista UFC í veltivigtinni eða tveimur sætum fyrir ofan Gunnar. Það er því á brattan að sækja hjá okkar manni.
Þess má geta að almenn miðasala hefst þann 23. september en meðlimir í Fight Club aðdáendaklúbbnum geta keypt miða tveimur dögum fyrr eða þann 21. september. Búast má við um 8.000-10.000 miðum í boði. Samkvæmt UFC er hægt að auka líkurnar á því að fá miða með því að skrá sig á slóðinni: http://po.st/fbbelfast
- Hver er þessi Dong Hyun Kim? - MMA fréttir
- Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast - Vísir
- Gunnar: Kim er öflugur og verðugur andstæðingur - Vísir
- Gunnar Nelson stígur aftur í búrið - Viðtal í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2
- Gunnar í aðalbardaganum í Belfast - Mbl
- Gunnar Nelson í aðalbardaga kvöldsins í UFC Belfast - DV