Gunnar fyrstur til að klára „Einstein“

Gunnar fyrstur til að klára „Einstein“
Gunnar Nelson sigrar Albert Tumenov

Okkar maður Gunnar Nelson átti stórkostlegt kvöld í Hollandi síðastliðinn laugardag þegar hann varð fyrstur til að klára rússneska rotarann Albert „Einstein“ Tumenov á UFC Fight Night 87 í Rotterdam. Tumenov var talinn mun sigurstranglegri af veðbönkum enda hefur hann átt góðu gengi að fagna og sat í 13. sæti styrkleikalista UFC eða nokkrum sætum fyrir ofan Gunnar. Fyrir bardagann voru margir sem töldu þetta vera dæmigerðan bardaga milli glímumanns og striker en Tumenov er þekktur fyrir að vera agressívur boxari og kickboxari með nákvæm högg og spörk og mikinn höggþunga. Því reiknuðu flestir með að Gunnar myndi forðast að standa gegn rotaranum og reyna að ná honum strax í gólfið. Annað átti þó eftir að koma á daginn því Gunnar sótti hart að Rússanum strax í byrjun og lenti nokkrum góðum höggum og spörkum og var mun sneggri en Tumenov. Þessi sóknarþungi Gunnars kom þeim rússneska greinilega á óvart og sló hann út af laginu. Þegar liðnar voru um tvær mínútur af lotunni náði Gunnar góðri fellu og komst strax mount þaðan sem hann lét nokkrum góðum olnbogahöggum rigna yfir Rússann. Við eitt slíkt missti hann þó jafnvægið og Tumenov komst á fætur þegar stutt var eftir af lotunni.

Önnur lota hóft að mörgu leiti eins og sú fyrsta þar sem Gunnar lenti fleiri höggum standandi en Tumenov og náði honum síðan aftur niður þegar ein og hálf mínúta af liðin á lotuna. Aftur komst Gunnar auðveldlega í mount stöðuna og nú gerði hann engin mistök og tók bakið á Rússanum þegar Tumenov reyndi að snúa sér til að forðast höggin frá Gunnari. Þá var endirinn nærri fyrir Rússann og hann gafst upp undan hengingartaki Gunnars þegar 3:15 mínútur voru liðnar af lotunni. Afar góður og sannfærandi sigur hjá okkar manni sem var verðskuldað verðlaunaður með frammistöðubónus kvöldsins (Performance of the Night) í Rotterdam.

Myndir á Facebooksíðu Mjölnis:

Myndband af bardaganum á Vísi

Fjölda greina um bardagann má finna á íslenskum og erlendum miðlum, ekki síst á MMA íþróttahluta Vísis.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði