Flýtilyklar
Gunnar alþjóðlegi bardagamaður ársins
Okkar maður Gunnar Nelson var valinn „International Fighter of the Year 2014“ af lesendumvefsins YourMMA.tv en vefurinn er einn mest lesni vefur um MMA í Evrópu. Lesendur vefsins kjósa árlega um helstu viðburði og bardagaíþróttamenn ársins ásamt fleiru. Gunnar hlaut yfirburða kosningu sem alþjóðlegi bardagaíþróttamaður ársins 2014 með 41% atkvæða. Næstur kom Svíinn Alexander Gustafsson með 22% atkvæða.
Æfingafélagi Gunnars og Mjölnisvinurinn Conor McGregor hlaut einnig yfirburða kosningu sem bardagamaður ársins á Bretlandseyjum með 45% atkvæða. Þess má geta að UFC í Dublin var valinn viðburður ársins en eins og menn muna æfðu Íranir með Gunnari hér í Mjölni til að undirbúa sig undir UFC í Dublin og sigruðu allir. Conor og Gunnar voru í tveimur aðalbardögum kvöldsins.