Flýtilyklar
GULL OG BRONS Í AMSTERDAM
Tveir keppendur frá Mjölni kepptu á Grappling Industries í Amsterdam um helgina.
Brynjólfur Ingvarsson keppti í advanced flokki (meira en þriggja ára reynsla í BJJ) þar sem hann nældi sér í brons. Brynjólfur vann 4 glímur af 5 og þar af 3 glímur með uppgjafartaki.
Lili Racz keppti í intermediate flokki (1-3 ára reynsla af BJJ) þar sem hún náði frábærum árangri. Lili vann allar þrjár glímurnar sínar með uppgjafartaki og tók gullið! Glæsilegur árangur hjá Lili og Binna.