Grettismótið 2014

Grettismótið 2014 fer fram í Mjölniskastalanum laugardaginn 13. september. Keppt er í galla (gi) en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Þau Eiður Sigurðsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigruðu opnu flokkana í fyrra og hafa nú titil að verja en þau koma bæði úr Mjölni.

Keppni hefst kl. 11 en keppendur eiga að vera mættir 10:30. Vigtun fer fram (í galla) föstudaginn 12. september í Mjölni milli kl. 17-19 en einnig er hægt að vigta sig inn á mótsdag. Keppt verður í eftirfarandi þyngdarflokkum:
Karlar: -68, -79, -90, -101, +101 og opinn flokkur.
Konur: -64, +64 og opinn flokkur.

Skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða á mjolnir@mjolnir.is og er keppnisgjald kr. 3.000. Skráningarfrestur er til og með 11. september. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru kr. 500.

 

Við vekjum sérstaka athygli á því að allir tímar í Mjölni falla niður á mótsdag en við hvetjum alla til að mæta á mótið og hvetja keppendur til dáða.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði