GRETTISMÓT MJÖLNIS 2023

GRETTISMÓT MJÖLNIS 2023
Grettismótið

Grettismót Mjölnis fara fram helgina 25. og 26. nóvember í Mjölni. Fyrri daginn fer fram mót fullorðinna og seinni daginn er mót ungmenna 5-17 ára. Á Grettismótum Mjölnis er keppt í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) og í galla (Gi).

Mót fullorðinna hefst klukkan 10 á laugardeginum en keppendur eru beðnir um að mæta kl. 09:00. Vigtað er í gi á mótsdag. Aldurstakmark keppenda er 18 ár en 16-17 ára geta keppt að fengnu leyfi þjálfara og forráðamanns. Keppt verður í fimm þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka.

Skráning fer alfarið fram á Smoothcomp á tenglinum: https://smoothcomp.com/en/event/14088

Þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar um mótið, reglur, þyngdarflokka og fleira, sem og á Facebooksíðu viðburðarins.

Skráningarfrestur rennur út kl. 23:00 fimmtudaginn 23. nóvember og greiðsla mótgjalds fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða í Sportabler.

 

Grettismót ungmenna hefst kl. 10 á sunnudeginum en þetta er í þriðja sinn sem þetta ungmennamót er haldið.

Eins og fram hefur komið er mótið fyrir 5-17 ára ungmenni og er keppt í galla (gi).

Skráning fer alfarið fram á Smoothcomp á tenglinum: https://smoothcomp.com/en/event/14380

Þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar um mótið, reglur, þyngdarflokka og fleira, sem og á Facebooksíðu viðburðarins.

Skráningu lýkur kl. 23 fimmtudaginn 23. nóvember og er ekki hægt að skrá sig þegar skráningarfresti er lokið. Skráningargjald er 3.000 kr. og greiðsla fer fram í afgreiðslu Mjölnis eða í Sportabler.

Grettismót ungmenna 2023


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði