Gott kvöld í Doncaster

Gott kvöld í Doncaster
Keppnislið Mjölnis í Doncaster

Það er óhætt að segja að okkar menn hafi staðið sig vel á CFSC bardagakvöldinu sem fór fram í Doncaster á laugardagskvöldið en þar kepptu þeir Magnús Ingi, Þórir Örn og Bjarki Ómars eins og áður hefur komið fram. Allir stóðu þeir sig með miklum sóma.

Magnús Ingi hóf kvöldið með KO í fyrstu lotu með glæsilegu hásparki gegn Tom Tynan! Myndband af sparkinu má sjá hér að ofan. Þetta var fjórði sigur Magga í röð, hann hefur unnið alla bardaga sína á árinu og alla með rothöggi í fyrstu lotu!

Næstur var Þórir Örn Sigurðsson næstur en þetta var fyrsti bardagi Þóris. Hann sigraði Matt Hodgson á einróma dómaraúrskurði en þess má geta að Þórir var við það að læsa inn hengingu á andstæðing sinn þegar bardaganum lauk. En sigur í höfn og flott að fá þrjár lotur í fyrsta bardaga. Þórir Örn er rétt að byrja.

Bjarki Ómarsson var síðastur okkar manna og mætti mun reyndari andstæðingi, Sam Wilkinson sem var með recordið 9-1 fyrir bardagann við Bjarka. Bardaginn var mjög jafn þar sem Bjarki sigraði fyrstu lotuna en Wilkinso aðra lotu. Þriðja lota var svo gríðarleg jöfn og var Bjarki við það læsa inn hengingu í lokin en því miður rann tíminn út og dómararnir dæmdu Wilkinson sigurinn. Bjarki mun taka gríðarlega mikið heim með sér úr þessum bardaga g stóð sig frábærlega.

Það er sannarlega mikill heiður að hafa þessa kappa í Keppnisliði Mjölnis og við erum afar stolt af frammistöðu þeirra. Nánari lýsingu á bardögunum má finna á vef MMA Frétta og á Vísi.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði