Flýtilyklar
GLÆSILEGUR ÁRANGUR Á GOLDEN GIRLS Í NOREGI
Glæsilegur árangur um helgina á Golden Girl Championship.
Golden Girl Championship er aðeins fyrir konur og er þetta eitt stærsta kvenboxmót í heiminum með 368 keppendur frá 32 löndum. Keppt er í ólympískum hnefaleikum og stóð mótið yfir þrjá daga.
Kara Guðmundsdóttir tók gull í -60 kg flokki þar sem hún vann þrjá bardaga á þremur dögum. Kristín Sif keppt í úrslitum á sunnudeginum í -75 kg flokki en þurfti að sætta sig við silfrið að þessu sinni. Virkilega vel gert á stóru móti!