Flýtilyklar
GI NÁMSKEIÐ MEÐ ARNARI FREY
Sunnudaginn 24. janúar verður haldið BJJ námskeið (í Gi) í Mjölni með Arnari Frey Vigfússyni frá kl. 10:30-13:00. Verð á námskeiðið er kr. 3.500 og skráning fer fram í afgreiðslu Mjölnis.
Arnar er mörgum kunnugur enda einn af stofnendum Mjölnis og fyrrum þjálfari hjá félaginu. Einnig er hann einn af fyrstu íslensku svartbeltingunum í BJJ. Hann býr yfir meira en áratuga reynslu og hefur þjálfað víða við góðan orðstír. Þá hefur hann keppt bæði hér og erlendis með góðum árangri. Arnar Freyr er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann er yfirþjálfari BJJ hjá Rumble Sports og var m.a. í horninu hjá Dananum Nicolas Dalby í UFC í Dublin í október á síðasta.
Athugið að Open Mat fellur niður þennan dag vegna námskeiðsins.