Flýtilyklar
FYRSTA BOXMÓT ÁRSINS HALDIÐ Í MJÖLNI Í DAG
Skemmtilegt boxmót fór fram í dag í Mjölni. 5 flottir bardagar voru á dagskrá þar sem Mjölnir/HR var með tvo keppendur.
Spennandi viðureignir áttu sér stað á mótinu og var frábær stemning í húsinu. Þetta var fyrsta boxmót ársins en miðað við frammistöður dagsins stefnir í gott boxár á Íslandi.
Úrslit dagsins:
Karl Ívar Alfreðsson (HAK) sigraði Dawid Sienda (HFR)
Remek Duda (HFK) sigraði Daniel Alor (HR)
Daniel Hans (HFH) sigraði Hinrik Jósafat Alfreðsson (Æsir)
Arnór Már Grímsson (HFH) sigraði Elmar Frey Aðalheiðarson (HFA)
Elmar Gauti Halldórsson (HR) sigraði Adrian Draskiewicz (HFK)