Flýtilyklar
FYLGSTU MEÐ UNDIRBÚNINGI MMA KEPPNISLIÐI MJÖLNIS Á SNAPCHAT
Um miðjan nóvembermánuð munu átta liðsmenn MMA keppnisliðs Mjölnis halda til Birmingham á Englandi til að taka þátt á evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. Þetta eru þau Bjarki Ómars, Sunna Rannveig, Inga Birna, Bjarki Þór, Hrólfur, Bjartur, Þórir og Pétur. Mótið fer fram dagana 19. til 22.nóvember. Núna næstu daga gefst fólki kostur á að skyggnast inn í líf liðsmannanna og fylgjast með undirbúningi þeirra í gegnum Mjölnis-snappið. Hver og einn liðsmaður hefur sinn dag og er uppsetningin þessi:
Þar sem Grettismótið er 7.nóvember mun enginn keppnisliðsmaður vera með snappið þann daginn.
Endilega stillið ykkur inn á Mjölnis-snappið (mjolnirmma) næstu daga og fylgist með undirbúningi þeirra! Ferðin verður svo snöppuð í bak og fyrir þegar lagt verður af stað um 16.nóvember. Það OFUR svala við þetta er að það verður hægt að fylgjast með bardögunum á UFC rásinni Fightpass og er boðið upp á fría 30 daga áskrift. Þetta á eftir að verða algjör veisla!