Flýtilyklar
Fleiri Yogatímar í Mjölni
Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á stundartöflunni fyrir þessa önn en helst bera þar að nefna fjölgun á yogatímum.
MjölnisYogatímar eru nú á eftirfarandi tímum:
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 12:10, laugardaga kl. 11:10 og 13:10 og sunnudaga kl: 13:10.
Yoga er opið öllum iðkendum í Mjölni og öllum þeim sem hafa áhuga á yoga en einnig er hægt er að kaupa stakan tíma svo ekki er nauðsynlegt að vera skráður meðlimur til að mæta.
Steinunn Þórðardóttir yogakennari sér um yogatímana í Mjölni en Steinunn hefur áralanga reynslu af yoga og er lærður yogakennari.
MjölnisYoga er hugsað fyrir þá sem eru að æfa þær íþóttir sem stundaðar eru í Mjölni en henta öllum.
101 tíminn er hannaður til að henta vel eftir aðra hreyfingu og er í raun yoga recovery tími. Þar er til dæmis nánast aldrei er staðið upp. 201 tíminn aftur á móti, er með mikið af standandi stöðum og er í raun nær Goðaaflinu að því leiti að þar er unnið með innri/grunnstyrk á sama tíma og teygjur. Líka fullt af jafnvægi og allt í bland við öndunaræfingar.
Nánari lýsing:
MJÖLNISYOGA 101: Yoga sem ætlað er að styðja við þær íþróttir sem stundaðar eru í Mjölni. Djúpar og langar teygjur, öndun og góð slökun, reynir töluvert á fókus og þolinmæði, oft kallað Yin Yoga. Hentar öllum og er frábært til að fyrirbyggja meiðsli og auka líkamsvitund. Opið öllum iðkendum í Mjölni.
MJÖLNISYOGA 201: Þessir tímar eru töluvert meira krefjandi en 101 og eðlilegt að svitna vel. Hér er unnið með Yogaflæði (Vinasa) og Power yoga. Hér eru allar hreyfingar gerðar við djúpan andardrátt sem verður til þess að djúp öndun lærist hraðar og unnið er að því að ná stjórn á önduninni. Opið öllum iðkendum í Mjölni
Við hvetjum alla til að kíkja í Yoga.