FIMM BARDAGAMENN ÚR MJÖLNI KEPPA Á ENGLANDI UM HELGINA

FIMM BARDAGAMENN ÚR MJÖLNI KEPPA Á ENGLANDI UM HELGINA
Venet Banushi vs Wez Tully

Fimm bardagamenn frá Mjölni keppa í MMA á Golden Ticket 20 bardagakvöldinu í Wolverhampton á Englandi núna á laugardaginn, 3. september. Allir keppa þeir á áhugamannaflokki eða Amateur.

  • Venet Banushi mætir Wes Tully í léttivigt. Þetta verður í fjórða sinn sem Venet keppir í MMA en allir hans bardagar hafa verið á Golden Ticket keppnum og allir unnist. Þetta verður hins vegar áttundi bardagi Wez Tully sem er með fimm sigra á ferlinum.

  • Julius Bernsdorf mætir Tyler Adams í léttþungavigt. Þetta verður annar bardagi Juliusar en sá sjötti hjá Tyler Adams.

  • Aron Franz mætir Scott Wells í fjaðurvigt. Þetta verður fimmti bardagi Arons en sjöundi bardagi Scott Wells.  

  • Viktor Gunnarsson mætir Michael Jones í bantamvigt. Þetta verður þriðji bardagi Viktors á ferlinum en fjórði hjá Michael Jones.

  • Björgvin Snær mætir Kenny Le í léttivigt en þetta er frumraun Björgvins Snæs í MMA. Þetta verður hins vegar þriðji bardagi Kenny Le sem hefur unnið báða sína bardaga hingað til.

Eins og áður segir fara bardagarnir fram á Englandi á laugardaginn og hægt er að kaupa beint streymi á keppnina á Live MMA.

Julius Bernsdorf vs. Tyler Adams

Aron Franz vs. Scott Wells

 

 

 

 

 

 

Viktor Gunnarsson vs. Michael Jones

 Björgvin Snær vs. Kenny Le


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði