BREYTINGAR Á STUNDATÖLFU MJÖLNIS NÆSTU 4 VIKUR

BREYTINGAR Á STUNDATÖLFU MJÖLNIS NÆSTU 4 VIKUR
2 metrar milli manna

Eins og alþjóð ætti að vera kunnugt hafa íslensk stjórnvöld sett á samkomubann næstu 4 vikurnar á samkomur með fleiri en 100 manns. Jafnframt þurfa allir aðrir staðir, til dæmis verslanir, líkamsræktarstöðvar, vinnustaðir og veitingastaðir, að tryggja að ekki séu fleiri en 100 manns inni í sama rými á sama tíma. Þá þarf síðan að tryggja að nánd milli manna sé ekki styttri en tveir metrar. Hér er auðvitað um fordæmislausar stjórnarvaldsaðgerðir að ræða sem við verðum að sýna fullan skilning á og bregðast við með ábyrgum hætti, skynsemi og þolinmæði.

Eins og gefur að skilja þá mun þetta hafa áhrif á starf Mjölnis og verða því a.m.k. næstu 4 vikur með talsvert breyttu sniði. Vegna reglna um nánd (2 metrar) falla allir glímutímar niður. Box og Kickbox verður með breyttu sniði þar sem verður engin snerting og allir í þokkalegri fjarlægð frá hvor öðrum (áhersla á fótavinnu t.d. og annað sem krefst ekki snertingar við aðra). Víkingaþrekið, Yoga og Goðaaflið verður með örlítið breyttu sniði (nánari útlistun kemur síðar) en takmörkuðum fjölda verður hleypt í hvern tíma. Allt barnastarf í glímu fellur niður í a.m.k. viku og barnagæslan lokar frá og með 16. mars í 4 vikur það minnsta. Gufa ásamt heitum og köldum potti verður einnig lokað svæði vegna nálgunartakmarkanna. Þá breytist opnunartími hússins á þriðjudögum og fimmtudögum og opnar kl. 09:00. Lokað verður yfir páskahelgina, þ.e frá skírdegi framyfir annan í páskum.

Þrátt fyrir að hér sé um stjórnarvaldsaðgerðir að ræða þá vill Mjölnir koma eins mikið til móts við þá sem missa tíma og hægt er og því er ætlunin að opna í víkingaþrekið (t.d. fyrir iðkendur í BJJ og MMA sem eru að missa flesta tíma) án þess að gera þá kröfu að grunnnámskeiði sé lokið. Einnig er verið að skoða möguleika með yoga o.fl. Allar hugmyndir vel þegnar. Athugið þó að þeir tímar verða einnig háðir ákveðnum takmörkunum og frekari aðgerðir verða kynntar á næstu dögum í því samhengi. Ætlunin er einnig að stækka lyftingarsvæðið svo hægt sé að halda sér í formi þangað til samkomubanninu verður aflétt. Jafnframt hefur verið lengi á áætlun að laga gólfið í Grettissalnum og verður tækifærið notað til þess. Við biðjum ykkur að sýna okkur skilning á þessum tímum og aðstoð við að gera það besta úr þeim aðstæðum sem uppi eru.

Við erum í sambandi við Almannavarnir og Embætti landlæknis og höfum óskað eftir fundi með þeim út af okkar málum. Við bíðum nú eftir nánari viðbrögðum og upplýsingum frá Almannavörnum, og öðrum er málið varðar, hvaða áhrif samkomubannið hefur nákvæmlega á íþróttahreyfinguna og starfsemi okkar. Í bili er allavega staðan þessi:


Tímar sem falla niður:

  • Allir BJJ tímar
  • Föstudagssparr
  • MMA 201
  • Box 201 kl. 16:15 á föstudögum
  • MMA unglingar á mánudögum og miðvikudögum
  • MMA CT
  • Barnastarf (5-8 ára og 8-13 ára) í viku til að byrja með
  • 101 námskeið í BJJ, boxi og kickboxi
  • Barnagæsla


Tímar á sínum stað:

  • Krakkabox 101
  • MMA unglingar á þriðjudögum og fimmtudögum
  • Box 201 unglinga
  • Box 201
  • Kickbox 201
  • Allir yogatímar
  • Allir Goðaaflstímar
  • Allt Freyjuafl
  • Allir Víkingaþrekstímar

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði