BJÖRN LÚKAS MEÐ SILFUR Á HM ÁHUGAMANNA Í MMA

BJÖRN LÚKAS MEÐ SILFUR Á HM ÁHUGAMANNA Í MMA
Björn Lúkas á HM 2017

Okkar maður Björn Lúkas Haraldsson hafnaði í 2. sæti á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í Bahrein en hann barðist fimm bardaga á mótinu. Björn Lúkas kláraði fyrstu fjóra bardaga sína í fyrstu lotu á HM en tapaði svo eftir dómaraákvörðun í úrslitunum í gær fyrir Svíanum Khaled Laallam.

Eins og fram kemur var Björn búinn að sigra fjóra andstæðinga fyrir úrslitabardagann en andstæðingar hans höfðu verið frá Spáni, Írlandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Hann kláraði þrjá þeirra með armlás (armbar) og einn með tæknilegu rothöggi (TKO).

Í úrslitabardaganum byrjaði Svíinn á að taka Björn Lúkas niður en Björn fór strax að sækja í uppgjafartök, sérstaklega armlásinn. Hann var ekki langt frá því strax á fyrstu mínútu bardagans og virtist vera hársbreidd frá því að klára en Svíinn var seigur og náði á síðustu stundu að snúa sig út úr lásnum. Bardaginn fór að mestu leyti fram í gólfinu og í standandi glímu. Björn reyndi og reyndi ítrekað að sækja í lása en alltaf varðist Laallam vel. Hrólfur Ólafsson og John Kavanagh voru í horninu hjá Birni og heyrðist hátt í Hrólfi reyna að hvetja Björn Lúkas áfram.

Svo fór að hinn sænski Khaled Laallam sigraði eftir dómaraákvörðun en Björn Lúkas getur þó borið höfuðið hátt eftir magnaða frammistöðu á mótinu. Alls voru 29 bardagamenn í millivigtarflokknum og tekur Björn silfrið heim aðeins 22 ára og reynslunni ríkari. Hann er núna 6-1 á ferli sínum sem áhugamaður og líklegt að hann fari fljótlega í atvinnumennsku.

Við óskum Birni Lúkasi innilega til hamingju með árangurinn.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði