BJARKI ÞÓR SIGARÐI Í LONDON

BJARKI ÞÓR SIGARÐI Í LONDON
Bjarki Þór sigar í 2. lotu

Í gærkvöldi mætti okkar maður Bjarki Þór Pálssson öðru sinni Englendingnum Alan Procter á Fighstar 9 bardagakvöldinu sem fram fór í Brentford Fountain Leisure Center íþróttahöllinni í London. Í fyrra skiptið sem þeir mættust, sem var í desember 2016,  þá var Bjarka dæmdur sigur eftir að hafa fengið í sig ólöglegt hnéspark sem varð þess valdandi að hann rotaðist. Báðum bardagamönnum var það kappsmál að fá að mætast aftur og útklá málin. Bjarki var með stjórn á bardaganum nær allan tímann og var með talsverða yfirburði. Í annari lotu dró til tíðinda og eftir að Bjarki hafði komið Procter í óþægilega stöðu í gólfinu og látið höggin dynja þá stoppaði dómarinn bardagann.

“Þetta var erfiður bardagi. Við komum báðir vel undirbúnir og ég fann það að hann ætlaði að gefa allt í þetta. Ég var nokkuð viss fyrir bardagann um það að glíman mín myndi vera sterkasta vopnið á móti honum og þess vegna sótti ég fast í að ná taki á honum og glíma. Það reyndist rétt og á endanum þá var það í gólfinu sem bardaginn vannst.”, segir Bjarki Thor og bætir við, "Ég er ótrúlega glaður. Það vó þungt á mér að koma þessum bardaga út úr systeminu. Þó svo að mér hafi verið dæmdur sigur í seinasta bardaga þá var mér mikið í mun að klára þetta á mínum verðleikum. Og ég tel mig hafa gert það.”

Ýmislegt gekk á í aðdraganda bardagans og mátti alveg eiga von á að slæmir straumar myndu neista á milli bardagamannanna. Svo var ekki og að bardaga loknum féllust þeir í faðma og þökkuðu hvor öðrum fyrir; “Við töluðum ágætlega saman eftir bardagann. Þetta er vænn drengur, svona þegar hann er ekki að kýla mann í andlitið, og þó svo að einhver orð hafi fallið í aðdraganda bardagans þá er bara kærleikur okkar í milli í dag. Þetta er íþrótt og þó svo að stundum sé skrípaleikur í aðdraganda bardaga þá bera bardagamenn ávalt virðingu hvor fyrir öðrum þegar bardaga lýkur. Verð samt að fá að segja að mér fanst “trashtalk-ið” og þessar myndir sem hann var að setja saman og dreifa á netinu alveg fáránlega fyndnar. Hann á alveg framtíð fyrir sér sem uppistandari þegar bardagaferlinum lýkur.”, segir Bjarki Thor.

En hvað er svo næst hjá Bjarka Thor? "Næsta mál á dagskrá hjá mér er smá frí með kærustunni minni sem er í námi á Spáni. Ætla að taka nokkra daga í sólinni með henni og njóta lífsins. Svo er það bara aftur á teikniborðið, finna næsta bardaga og keyra allt í gang. Ég stefni hátt og finn að ég er kominn á rétta sporið."

Myndir frá bardaganum á Facebooksíðu Mjölnis


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði