Flýtilyklar
AXEL KRISTINSSON NORÐURLANDAMEISTARI Í JUDO
Okkar maður Axel Kristinsson einn af yfirþjálfurum Mjölnis gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í judo um helgina. Axel var annar tveggja Norðurlandameistara Íslands í fullorðinsflokki á mótinu en hinn var Þormóður Jónsson fremsti judomaður Íslands í dag. Axel hefur ekki æft judo í nokkur ár heldur einbeitt sér að BJJ í Mjölni sem skilaði sér vel því hann sigraði alla andstæðinga sína með uppgjafartökum í gólfinu. Með þetta í huga er sigur hans, á stærsta judomóti Norðurlanda, því en stærri en ella og sýnir hverskonar yfirburða bardagaíþróttamaður Axel er en eins og Mjölnismenn vita sér hann alfarið um kennslu og skipulagningu á barna- og unglingastarfi Mjölnis og ljóst að framtíð yngstu meðlima félagsins er í góðum höndum hjá þessum frábæra fagmanni. Við óskum Axel og Mjölnismönnum öllum innilega til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn.