AXEL KRISTINSSON NORÐURLANDAMEISTARI Í JUDO

AXEL KRISTINSSON NORÐURLANDAMEISTARI Í JUDO
Axel Kristinsson Norðurlandameistari í judo 2015

Okkar maður Axel Kristinsson einn af yfirþjálfurum Mjölnis gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í judo um helgina. Axel var annar tveggja Norðurlandameistara Íslands í fullorðinsflokki á mótinu en hinn var Þormóður Jónsson fremsti judomaður Íslands í dag. Axel hefur ekki æft judo í nokkur ár heldur einbeitt sér að BJJ í Mjölni sem skilaði sér vel því hann sigraði alla andstæðinga sína með uppgjafartökum í gólfinu. Með þetta í huga er sigur hans, á stærsta judomóti Norðurlanda, því en stærri en ella og sýnir hverskonar yfirburða bardagaíþróttamaður Axel er en eins og Mjölnismenn vita sér hann alfarið um kennslu og skipulagningu á barna- og unglingastarfi Mjölnis og ljóst að framtíð yngstu meðlima félagsins er í góðum höndum hjá þessum frábæra fagmanni. Við óskum Axel og Mjölnismönnum öllum innilega til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði