ÁRSHÁTÍÐ MJÖLNIS LAUGARDAGINN 9. MARS

Árshátíð Mjölnis fer fram laugardaginn 9. mars í Valsheimilinu. Húsið opnar kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19:30.

Árshátíðin hefst með fordrykk í boði Drukkstofunnar og hvetjum við árshátíðargesti til að mæta tímanlega til að ná draumasætinu.

Veislustjórar kvöldsins verða Sunna Jóhannsdóttir aka Sunna á Járnsöxu, Sunna klikk, Sunna Supermom eða Sunna The Saxer og Böðvar Tandri Reynisson aka Böddi, Reynisson, Mr. Víkingaþrek eða Mr. Nocco.

Það verður nóg af fjöri um kvöldið og má þar nefna uppistand, sketsar og fleira klassískt Mjölnis-árshátíðar-fjör sem þið ættuð að kannast við. Ef þetta hringir engum bjöllum ættu þið enn frekar að láta sjá ykkur og kynnast því hvað Mjölnis árshátíð hefur upp á að bjóða!

Emmsjé Gauti mun síðan koma og trylla lýðinn, fá ykkur úr sætunum og á dansgólfið en okkar eini sanni víkingaþreks DJ Skúli mun síðan sjá um að við förum öll dansandi út í nóttina!

Matseðill kvöldsins er ekki af verri endanum en Stebbi á Mathúsinu og Reykjavík Meat mun standa fyrir hinu glæsilegasta steikarhlaðborði og eftirrétti. Það er eitthvað fyrir alla svo það fer enginn svangur heim!

Miðinn á árshátíðina kostar 8.990 kr. en miðarnir renna hratt út og er takmarkað magn í boði. Skráning fer fram á https://mjolnir.felog.is/ en miðasala fer einnig fram í móttöku Mjölnis og þar er jafnframt hægt að nálgast selda miða.

Happdrættið verður að sjálfsögðu á sínum stað svo það er ekki einungis mikilvægt að sækja miðann til að komast inn heldur að passa vel upp á hann því númeraði miðinn þinn gildir einnig í happdrættinu.

Athugið að vegna árshátíðarinnar verður breyttur opnunartími í Mjölni á sunnudaginn 10. mars en þá opnar Mjölnir kl. 11:30. Víkingaþreksæfingin kl. 10:30 fellur því niður. Æfingarnar í húsinu kl. 12 og 13 eru á sínum stað samkvæmt stundatöflu.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði