Flýtilyklar
67 KEPPENDUR Á MJÖLNIR OPEN 17
Mjölnir Open 17 fer fram á laugardaginn. 65 keppendur eru skráðir frá 9 félögum.
Mjölnir Open er elsta uppgjafarglímumót landsins og hefur verið haldið árlega frá 2006, að undanskildu árinu 2020 þegar kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir mótahald. Þetta er því einn stærsti viðburður ársins í íslensku BJJ senunni. Keppt er án galla (nogi) og er hægt að vinna með uppgjafartaki eða á stigum.
Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og einum kvennaflokki auk opinna flokka. Upphaflega áttu að vera þrír þyngdarflokkar kvenna en tveir féllu niður þar sem skráning var lítil.
Opinn flokkur karla
+99 kg karla
-99 kg karla
-88 kg karla
-77 kg karla
-66 kg karla
Opinn flokkur kvenna
-70 kg kvenna
Mótið hefst kl. 11 á laugardaginn í húsakynnum Mjölnis. Sýnt verður beint frá mótinu í gegnum Youtube síðu Mjölnis. Alla flokkana má sjá hér og hvetjum við keppendur til að fylgjast vel með stöðu mála á Smoothcomp til að sjá hvenær þið eigið að keppa.