Flýtilyklar
5 VERÐLAUN Á GRAPPLING INDUSTRY Í LONDON
3 keppendur frá Mjölni kepptu á Grappling Industry mótinu í London um helgina.
Arna Diljá St. Guðmundsdóttir var atkvæðamest á mótinu. Hún fékk gull í +74,8 kg flokki blábeltinga 30-35 ára í gallanum. Í opnum flokki blábeltinga fékk hún bronsið í gallanum en tók gull í nogi 30 ára og eldri en þær voru tvær í flokknum.
Brynjólfur Ingvarsson keppti í -77 kg advanced flokki í nogi þar sem hann vann tvær glímur. Brynjólfur komst áfram í útsláttarkeppnina og hafnaði í 4. sæti.
Lilja Guðjónsdóttir keppti í -74,8 kg flokki nogi intermediate þar sem hún tók brons eftir þrjár glímur.
Flottur árangur hjá þeim um síðustu helgi en þess má einnig geta að Hekla Dögg Ásmundsdóttir úr VBC fékk brons og silfur á mótinu.