Flýtilyklar
Box 201 unglinga
Í þessum tímum eru öll grunnatriði í hnefaleikum tekin skrefi lengra í smáatriðum og bætt við nýjum atriðum til að auka þekkinguna á hnefaleikum til muna. Þeir unglingar sem sækja þessa tíma eru einnig í góðum undirbúning til að keppa í svokölluðu Diplomaboxi en þar eru keppendur dæmdir eftir tæknilegri getu en ekki með það að markmiði að yfirbuga andstæðinginn. Slík reynsla er frábær undirbúningur fyrir keppnisbox í framhaldinu ef áhugi er fyrir því þegar iðkendur hafa náð aldri til þess.
Á unglinganámskeiðum er sérstaklega kennt út frá hinu svokallaða Diploma kerfi en þar er einungis dæmt út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi ungra iðkenda. Tímarnir eru fyrir 12 til 17 ára unglinga.
Hafi iðkendur lokið 10 vikna grunnnámskeiðinu Box 101 unglingar geta þeir sótt þessa tíma eða hafa sambærilega reynslu úr hnefaleikum.