MMA 201 unglingar

MMA 201 unglinga er beint framhald af MMA 101 unglinga. Farið er nánar og dýpra í tækni og það sem þarf til að öðlast meiri færni í BJJ, kickbox og MMA. Glíman er kennd tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum en kickbox / MMA er kennt tvisvar, á þriðjudögum og fimmtudögum. Unglingarnir mega líka mæta í BJJ 201 með fullorðnum kl. 18:00 á föstudögum. Á laugardögum kl. 12:00 er síðan Víkingaþrek unglinga sem stendur öllum unglingum í Mjölni til boða.

Mánudagur kl. 17:15: Brasilískt jiu-jitsu (Grettissalur)
Þriðjudagur kl. 17:05: Kickbox (Þórssalur)
Miðvikudagur kl. 17:15: Brasilískt jiu-jitsu (Grettissalur)
Fimmtudagur kl. 17:05: Kickbox (Þórssalur)
Föstudagur kl. 17:05: MMA (Þórssalur)

Námskeiðinu er skipt í 3 annir (vor, sumar, vetur) og greitt er sérstaklega fyrir hverja önn. Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • tannhlíf (nauðsynlegt fyrir kickbox / MMA)
  • æfingagalli (Gi) og belti (æskilegt fyrir glímutímana)
  • vafningar (æskilegt)
  • boxhanskar
  • legghlífar
  • stuttbuxur og bolur

Á Facebook er sérstök foreldragrúppa fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.

Þjálfari: Halldór Logi Valsson, Kristján Helgi Hafliðason, Hrólfur Ólafsson, Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Julius Bernsdorf o.fl.  

Ný önn í barna- og unglingastarfi Mjölnis hefst 7. og 8. janúar samkvæmt stundatöflu.

Skráning á námskeið

 

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays and Wednesdays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Fridays: 06:15 - 20:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting halls are open Mon.-Thu. until 22:00 and Fri. until 20:00.

Sauna, hot tub and cold tub close 15 minutes before gym closing.

Subscribe to mailinglist

Division