MMA 101 unglingar

MMA 101 unglingaMMA 101 Unglingar er grunnnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Iðkendur fá leiðsögn í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) og læra þar öruggar leiðir til að stjórna andstæðingum, einfalda lása og hengingar. Einnig er farið í grunninn í Kickboxi og blönduðum bardagalistum (MMA). Mikið er lagt í öryggi og sérstaklega þegar högg eru tekin fyrir.

Æfingarnar sem eru í boði á önninni eru:

Mánudagur kl. 17:15: Brasilískt jiu-jitsu (Grettissalur)
Þriðjudagur kl. 17:05: Kickbox (Þórssalur)
Miðvikudagur kl. 17:15: Brasilískt jiu-jitsu (Grettissalur)
Fimmtudagur kl. 17:05: Kickbox (Þórssalur)
Föstudagur kl. 17:05: MMA

Fyrstu vikurnar æfa byrjendur saman þar sem farið er ítarlega í grunntækni undir leiðsögn þjálfara. Hægt og rólega blandast byrjendur með þeim sem lengra eru komnir.

Námskeið hefjast alltaf þrisvar á ári; í janúar, júní og september.

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Á Facebook er sérstök foreldragrúppa fyrir þá sem eiga börn sem æfa í Mjölni.

Búnaður: Ekki er krafist neins sérstaks búnaðar fyrir fyrstu vikur námskeiðsins, einungis þarf að mæta í stuttbuxum og bol. Þegar líður á er æskilegt fyrir iðkendur að eiga galla (gi), boxhanska og góm (tannhlíf) en það er einungis til öryggis því aldrei á að slá fast í tímunum.

  • Íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol)
  • Tannhlíf (ekki nauðsynlegt en má hafa í tímum)

Framhald: Að þessu námskeiði loknu stendur til boða að fara í MMA 201 Unglingar.

Þjálfarar: Halldór Logi Valsson, Kristján Helgi Hafliðason, Julius Bernsdorf, Aron Franz, Gunnar Nelson o.fl.

Ný önn í barna- og unglingastarfi Mjölnis hefst 7. og 8. janúar samkvæmt stundatöflu.

Skráning á námskeið

Mjölnir

Mjolnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavik
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

 

OPENING HOURS

Mondays and Wednesdays: 06:15 - 22:00
Tuesdays and Thursdays: 07:00 - 22:00
Fridays: 06:15 - 20:00
Saturdays: 08:45 - 14:00
Sundays: 10:15 - 15:00

Training halls close according to the Timetable when the last class ends, but weight lifting halls are open Mon.-Thu. until 22:00 and Fri. until 20:00.

Sauna, hot tub and cold tub close 15 minutes before gym closing.

Subscribe to mailinglist

Division